Search

Kynningarpóstur

Updated: Jan 24

Góðan daginn og velkomin/nn á bloggsíðuna hjá Magnetic Naglaskólanum, ég (Aníta) ákvað að færa naglabloggið yfir á heimasíðu Magnetic en þá er allt á einum stað.

Mig langar svo kynna okkur og starfsemi okkar en þessi kynningarpóstur snýst um það.


Magnetic Naglaskólinn hefur verið starfræktur síðan árið 2010 og eigendur fyrirtækisins á Íslandi eru tvær gullfallegar dömur, Hjördís Lilja og Kristín Þóra. Þær leigðu merkið um tíma en ákváðu að taka við því aftur og gera þetta sjálfar (enda hörku skvísur).


Þær tóku við merkinu aftur árið 2015 og byrjuðu í Hólshrauni með lítinn lager og 6 kennsluborð.

Eftir nokkra mánuði var þetta húsnæði orðið aðeins of lítið fyrir reksturinn og ákváðu þær að leita að öðru húsnæði. Þær fengu æðislegt húsnæði á Reykjavíkurvegi 66 þar sem við erum í dag og komum 16 nemendum að í hverri lotu, lagerinn er "örlítið" stærri en áður og stúdíóið frábært.


Mig langar svolítið að kynna okkur sem komum að MagneticHjördís Lilja Reynisdóttir - eigandi fyrirtækisins, Naglafræðimeistari sem og Snyrtifræðimeistari og með Framhaldsskólakennsluréttindi frá KHÍ
Kristín Þóra Sigurðadóttir - eigandi fyrirtækisins, Förðunarfræðingur, Hárgreiðslusveinn og Naglafræðimeistari
Aníta Arndal - sölustjóri í heildsölu, sér um samfélagsmiðlana hjá Magnetic og Naglafræðimeistari
Lísa Gunnarsdóttir - Naglafræðimeistari & Magnetic Ambassador
Margrét St. Hafsteinsdóttir -Naglafræðimeistari & Magnetic Ambassador
Aðalheiður G. Halldórsdóttir - Naglafræðimeistari sem sér um helgarnámskeiðin og landsbyggðina

Anna Karen Vigdísardóttir - Naglafræðingur & Magnetic Ambassador

Hér eru nöfn og andlit til þess að tengja saman, við erum samtals 7 sem störfum hjá Magnetic.


En hvað er Magnetic?

Magnetic er naglaskóli, heildverslun og stúdíó.

Eins og ég sagði hér að ofan er naglaskólinn okkar fyrir alls 16 nemendur í hverri lotu.

Við erum með grunnnámskeið, framhaldsnámskeið og fleira skemmtilegt fyrir nemendur og fagfólk.

Heildverslunin okkar er einungis fyrir fagfólk og er kölluð nammibúðin.

Stúdíóið okkar er notalegt og þægilegt, en það er hægt að panta tíma í neglur hjá okkur.


Við erum með faglega og snögga þjónustu og viljum allt það besta gera fyrir okkar viðskiptavini. Við reynum eins vel og við getum að svara öllum spurningum hratt og örugglega sem berast til okkar.


Magnetic Nail Design er naglamerki frá Hollandi og eru höfuðstöðvarnar okkar staðsettar þar. Við förum reglulega út til Hollands á ári til þess að bæta við okkar fagmennsku, kennsluaðferðir og þekkingu.


Einnig er mjög þétt dagskrá hjá okkur í skólanum og plássin á námskeiðin okkar eru fljót að fara svo við mælum með að skrá sig tímanlega á það námskeið sem þig langar að fara á, hvort sem það er í skólann eða á framhaldsnámskeiðin.


Fylgist vel með hér á heimasíðunni okkar!

Hægt er að stofna aðgang hér á síðunni okkar og þú munt fá email um leið og næsti bloggpóstur birtist.


Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband:

disalr@hive.is anitaarndal@gmail.com

Facebook síða Magnetic - Magnetic Naglaskólinn

Eða í síma 552-5777 Bestu kveðjur,

f.h. Magnetic


Aníta Arndal

0 views
  • Facebook
  • YouTube
  • Pinterest
  • Instagram

Magnetic Iceland ehf

552-5777

Reykjavíkurvegur 66

220 Hafnarfjörður 

Reykjavíkurvegur 66       552-5777

KT: 610307-0430

VSK NR: 93824

disalr@hive.is

Magnetic Iceland ehf © 
Allur réttur áskilinn